Fundir, um fundi, frá fundum, til funda

Það er ótrúlegt hve mikið getur hrúgast inn af fundarboðum sumar vikurnar.  Ég veit nú ekki hvernig þetta væri ef ég væri í ábyrgðarmeiri hlutverkum en ég er....

Í gærkvöld var aðalfundur Söngfélagsins. Í dag fer ég á fund á Selfossi til að undirbúa Aðalfund Félags grunnskólakennara sem stendur í tvo daga í næstu viku. Á morgun er ég boðuð á fund á Selfossi um framtíðarsýn í skólamálum. Svo var ég að fá tvö fundarboð í næstu viku, fyrir utan áðurnefndan aðalfund FG.

Maður má bara varla vera að því að vinna..........hvað þá hugsa um börn og bú. Gott að eiga góða að með barnapössunn þegar bóndinn vinnur fram á kvöld og frumburðurinn er að Reykjum í Hrútafirði í skólabúðum Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Einu sinni þegar ég og Kolfreyja vorum í gönguferð, þá flaug upp gæs og við fórum að skoða hreiðrið með eggjunum í.  Hvert fór gæsin spurði ég dóttur mína ( 5 ára),- hún flaug örugglega á fund....sagði sú stutta !!!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 5.3.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Blessað barnið...sennilega talsvert fundarstússið á móður hennar. Flýgur frá ungunum sínum á fundi í tíma og ótíma

Sigþrúður Harðardóttir, 5.3.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband