Páskar

Þetta páskafrí hefur verið með nokkuð öðru sniði en áður hjá okkur. Oft höfum við farið norður á Akureyri og varið fríinu með tengdafjölskyldunni, nú eða verið hér heima í algjörri afslöppun og leti.

Nú hefur aftur á móti allt verið á fullu. Baðherbergið er að taka á sig nýja mynd eftir að allt var rifið út úr því, lagnir endurnýjaðar og ný tæki og innréttingar keypt. Í þessu skrifuðu orðum er Siggi minn að flísaleggja veggina og þetta fer að líta út eins og mannabústaður. Ég hef verið frekar ,,stikkfrí" í eiginlegri vinnu inni á baðherbergi en nóg verið að snúast í útréttingum, reddingum og að halda öllu hinu gangandi (sem sagt halda litlu manneskjunni frá baðherberginu!).

Læt fylgja eina mynd af ósköpunum þegar verst var!Hggulegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband