Ég hef nú aldrei tjáð mig á þessari síðu um lyktina hræðilegu sem liggur yfir bænum okkar allt of oft. Það er ólýsanlegur fnykur sem fylgir ákveðinni atvinnustarfsemi hérna og er gjörsamlega að gera fólk (flest fólk) brjálað. Fólk skammast sín þegar gesti ber að garði og veigrar sér við að viðra eða þurrka þvott þegar verst lætur. Margir hafa kvartað til umhverfisráðuneytis, heilbrigðisyfirvalda og atvinnurekenda sjálfra, en málið virðist í einhvers konar patt stöðu. Lyktin lagast að minnsta kosti ekkert.
Í gær keyrði um þverbak. Það var páskadagur og hér á bæ var flaggað eins og á flestu fánadögum. Þegar ég tók fánann niður við sólarlag og hengdi ég hann upp í vaskahúsinu því var hann svolítið rakur eftir vætu dagsins. Og ég trúði vart mínum eigin skynfærum. Fáninn (og þar með vaskahúsið) angaði af ýldufýlunni. Þetta er náttúrlega ekki hægt! Á sjálfan páskadag.
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega páska gæskan,- þrátt fyrir fýluna ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:13
Er ekki verið að messa yfir nýju starfsleyfi fyrir skítmokarana um þessar mundir? Það er full ástæða til að hafa uppi afar hörð mótmæli við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Allavega ætti það ekki að skemma, þó vinnubrögð þessa "eftirlits" séu ekki til að auka okkur bjartsýni.
Það verður þá í versta falli einhver til að kaupa bensín á brúsa og eldspýtur. Þetta getur ekki svona gengið
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.