Maður getur ekki skilið allt

Mig langar að deila með ykkur krúttlegu samtali sem fór fram í bílnum á leiðinni frá Selfossi í gærkvöld. Yngri börnin höfðu verið í pössun hjá mömmu og Óla, sem þau reyndar freistast til að kalla afa, eða Óla afa. Með okkur í för var Ingibjörg samkennari minn sem hafði verið með mér á fundi en síðan heimsótt móður sína á Sjúkrahúsið á Selfossi. Þangað sóttum við hana.

Mamman: Nú sækjum við Ingibjörgu, hún var að heimsækja mömmu sína á sjúkrahúsið.

Auður: Hvað heitir mamma hennar.

Sissa: Hún heitir Þórhildur

Auður: Hvað heitir pabbi hennar?

Mamma: Hann hét Þorleifur Kjartan

Ingibjörg kemur inní bílinn.

Auður: Hvað heitir mamma þín?

IÞÞ: Hún heitir nú Þórhildur

Auður: Hvað heitir pabbi þinn?

IÞÞ: Hann hét nú Þorleifur, en hann er farinn til Guðs eins og Hörður afi ykkar.

Jakob: Ég á bara tvo afa, Jakob afa og Óla afa. Ef Hörður afi væri lifandi ætti ég þrjá afa.

Mamma: Nei, Jakob. Ef Hörður afi væri lifandi væri Óli ekki maðurinn hennar ömmu.

Jakob (hugsi): Ó nei...auðvitað ekki. En ég veit eitt betra. Þá ætti Óli aðra konu og þá ætti ég þrjá afa og þrjár ömmur!

Jamm...það er svo margt sem maður þarf að skilja í þessari veröld.

Amma og Óli ,,afi" með liðið.

Með ömmu og Óla afa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er oftar en ekki gaman að stúdera hlutina við börnin, maður verður stundum kringlóttur í framan.....en aldrei leiðinlegt. Ég hef bara svo fá tækifæri, en þeim mun meira gaman þegar ég er með þeim.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.4.2008 kl. 12:37

2 identicon

Vá þetta var alveg yfirmáta krúttlegt! :)

Eygló (eldgamla nemöndin) (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband