Afmælisbörn vikunnar - vorboðar ljúfir

Í gær átti Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir afmæli. Hún varð 12 ára daman. Aðalbjörg og Ingibjörg frænka hennar eru í vinkvennahópnum hennar Ólafar Bjarkar. Þær eru báðar frábærar stelpur, duglegar, skemmtilegar og klárar. Mér finnst það hafa gerst í gær að þær voru bornar saman til skírnar í Þorlákskirkju og gefin þessi þjóðlegu og fallegu nöfn - ömmunöfn í báðum tilfellum. Þær eru fæddar með viku millibili, Ingibjörg verður 12 ára næsta sunnudag. Á myndinni hér að neðan eru þær að spila á trompetana sína í Versölum, en þær eru góðir trompetleikarar og mjög músíkalskar.

Á sumardaginn fyrsta árið 1921 fæddist afmælisbarn dagsins í dag, Auður Magnea Jónsdóttir. Hún er amma hans Sigga míns, langamma barnanna minna. Heiðurskonan sú er sem sagt 87 ára og sagði mér í símtali áðan að hún hefði tekið fram reiðhjólið í dag. Loksins komið almennilegt veður og færð fyrir norðan svo hún skellti sér á bak í tilefni dagsins. Geri aðrir betur... það er enginn hægðarleikur á hjóla á Akureyri, a.m.k. ekki þegar maður býr ,,á Brekkunni".  Á myndinni hér að neðan má sjá hana með fjölskyldunni á skírnardegi Auðar Magneu okkar þann 29.október 2005. Hún gerði okkur þann greiða að halda barninu undir skírn, en það þótti okkur sérlega vænt um, ekki síst þar sem við höfðum valið nafnið hennar á örverpið.

Á fimmtudaginn kemur, sumardaginn fyrsta, 24.apríl verður litla systir mín Hrund,  35 ára. Mér finnst nú alls ekki svona langt síðan hún fæddist...þá var ég níu ára og ákaflega spennt fyrir þessu litla kríli. Hún var auðvitað eins og örverpi eru gjarnan, aðalpersónan á æskuheimilinu, afskaplega ljúft og skemmtilegt barn. Skapið var þó aldrei langt undan og ég var nú sem betur fer flutt að heiman þegar gelgjuskeiðið brast á! En fullorðinsárin hafa farið vel í hana og gott ef hún líkist ekki stóru systur meira með hverju árinu sem líður Smile  Myndin af Hrund er líka frá skírnardegi Auðar Magneu en Hrund er guðmóðir minnstu frænku.

Ég óska þessum frábæru sumarstelpum öllum innilega til hamingju með afmælin!

Flottar frænkur  Amma með 2 

Fínar frænkur 2
                                            

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband