Ég gleymi því alltaf milli stórmóta (HM og EM) að ég hef gaman af að horfa á knattspyrnu! Þykist reyndar alltaf frekar hafa horn í síðu íþróttarinnar, einkum sjónvarpsútsendinga, en stend mig svo að því þegar stórmót standa yfir að mega helst ekki missa úr leik. Mér væri samt alveg sama þó leikirnir væru helmingi styttri... þess vegna hef ég alltaf heillast meira af handboltanum.
Ég er frekar vonsvikin með undanúrslitaliðin í yfirstandandi móti. Mín lið, Holland og Portúgal, dottin út og úr vöndu að ráða...því maður verður að halda með einhverjum þegar á hólminn er komið.
Spánverjar hafa orðið fyrir valinu. Vona að þeir hafi Rússana á morgun svo ég geti með glöðu geði horft á úrslitaleikinn á sunnudaginn ............og haldið með einhverjum.
Áfram Spánn!
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.