Meira um Unglingalandsmót

Óli Palli var með óformlega skoðanakönnun á Rás 2 á þriðjudagsmorguninn. Hann spurði einfaldlega: ,,Hvar var mesta fjörið um verlsunarmannahelgina?" Það er skemmst frá því að segja að Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn sigraði örugglega í þessari vísindalegu könnun Wink

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði fer lofsamlegum orðum um mótið á heimasíðu sinni. Það gera auðvitað miklu fleiri en það er alltaf gott að fá hrós frá Hvergerðingum Whistling. Ég vona bara að Blómstrandi dagar verði fjölmennir og skemmtilegir um helgina og líst vel á hugmyndina um ,,lituð hverfi". Hún virkaði mjög vel hér um helgina... gestum fannst þeim tekið fagnandi og upplifðu sig mjög velkomna þar sem bæjarbúar lögðu sig svo fram um að skreyta bæinn. Gaman að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband