Ég reikna með að flestar stelpur amk hafi átt minningabók á yngri árum. Mamma kom um helgina með síðasta kassann minn úr bílskúrnum á Hjarðarholtinu (þeir eru búnir að tínast til mín einn af öðrum í 24 ár!). Í þessum kassa voru miklar gersemar; námsbækur frá 5.-8. bekkjar, stílabækur alls konar og vinnubækur. Og svo minnningabók. Þvílíkur dýrgripur. Þar má finna mörg fleyg orð og heillaóskir skrifuð á árunum 1973-74. Skulu hér tekin nokkur dæmi:
Hafdís Nína skrifaði: Lifðu á dýnu en ekki hjá Línu og Hæ hæ og hó hó - en hvað þú ert mjó (Ekki alveg staðreynd í dag)!
Lóló skrifaði: Mundu þetta mundu hitt - mundu alltaf nafnið mitt (Lóló heitir Sólveig Ósk en því var ég næstum búin að gleyma!)
Halldóra Kára skrifaði: Mundu bæði vel og lengi að kyssa aldrei skóladrengi (Þessu fór ég aldrei eftir- munið þið hvar ég kynntist Sigga?)
Dagný Jóns skrifaði: Lifðu í ljósi en ekki í fjósi (Og ég sem ætlaði að verða bóndi)
Fríða skrifaði: Sofðu til fóta en ekki hjá Tóta (Þessu hlýddi ég)
Magga Beta skrifaði: Sissa skvísa en ekki ýsa (Sjúkk!)
Jóhanna Kára skrifaði: Aldrei skaltu nota púður, aldrei skaltu reka fíla og aldrei kyssa stráka í bíl ( Nei...ekkert af þessu hef ég gert!)
Kolla Kára skrifaði: Sigþrúður með úfinn rass...rekur við og segir pass (Stórkostleg lýsing!)
Gulli Óttars skrifaði: Þegar Sissa sá hann Sissa þá fór hún að pissa (Fleyg orð og frumleg...en Sissi var nú reyndar einn bekkjarfélaginn og svo sætur að maður gat nú alveg pissað á sig!)
Rúnar Guðjóns skrifaði: Lifðu á teppi en ekki á Kleppi (Nei...heppin að sleppa við það)
Margt, margt fleira stendur í þessu merka riti og það sem hér er að ofan er ekki allt með upprunalegri stafsetningu :-) Næstum á hverri einustu blaðsíðu er ritað: MUNDU MIG, ÉG MAN ÞIG. Og tilfellið er að ég man vel eftir öllum þessum krökkum og vonandi muna þau líka eftir mér. Minnngabækur eru góðar bækur
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ótrúlega krúttleg bók - ég sá hana einmitt um daginn í skúrnum á Hjarðarholtinu en ég var að sækja þangað kassa líka(bara búið að taka 14 ár hjá mér). Þessi bók hefur líka greinilega verið mikið lesin búið að "tjasla" henni saman með límbandi sem er harðnað og gult af "elli".
Litla systir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.