Blogg-kreppa

Ég held að það sé líka komin kreppa í bloggið mitt. Gæti sam sagt frá því nú þegar vetur er formlega hafinn

  • að við skruppum norður til tengdó í vetrarfríinu
  • að það var harða vetur á Akureyri
  • að við hittum nýjan væntanlegan fjölskyldumeðlim...loksins
  • að við hjónin og örverpið fengum magapest í síðustu viku
  • að Ólöf Björk og vinkonur hennar sigruðu söngvarakeppni hér í félagsmiðstöðinni og eru að fara að keppa á Selfossi um næstu helgi
  • að foreldrahópur fimleikahópsins hennar ÓBS hélt kvenna-kaffihúsa-kynningardag á laugardaginn og gekk hann framar vonum
  • að Jakob Unnar á kærustu
  • að frystikistan er nú full af mat, búið að kaupa kjöt, taka slátur og kaupa helling af fiski
  • að á þessu heimili ætlum við að takast á við veturinn með bros á vör þrátt fyrir allt og allt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

Miðað við þessar fréttir held ég að það sé kominn tími til að við sem búum á LB no: 12 og 22 förum að hittast ég meina Jakob með kærustu og nýjasti meðlimurinn hvaða hvaða ekki fréttastofa er þetta eiginlega  ?????????

Þetta með frystikistuna gleður mig mikið en ég hélt að það væri líka fuglar þar,ekki hjá mér

Vignir Arnarson, 4.11.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Æ já, gleymdi gæsinni og rjúpunni síðan í fyrra.

Nýjasti meðlimurinn er kærasti mágkonunnar á Akureyri en kærasta Jakobs býr í Básahrauni

Sigþrúður Harðardóttir, 4.11.2008 kl. 12:36

3 identicon

Það er greinilega engin kreppa í viðburðum hjá ykkur. Til hamingju með árangur Ólafar - glæsilegt hjá þeim. Gaman að sjá hvernig þeim gengur á Selfossi. Kærustur og kærastar um allt. Aldeilis fjör.

Hrund Harðar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband