Fólkið í blokkinni

Ég fór í gærkvöld ásamt Menningarklúbbnum Jóhannesi Óla á leiksýninguna Fólkið í blokkinni í Borgarleikhúsinu. Ég hafði fengið misjafnar fregnir af stykkinu og dómarnir í blöðunum voru líka misgóðir. Ég fór því ekki með miklar væntingar af stað. En ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Þetta var bráðskemmtilegt leikrit, hress og skemmtileg tónlist og síðast en ekki síst frábær leikur. Verkið spannaði allan tilfinningaskalann (a.m.k. minn) og ég hló mikið, dansaði inni í mér með tónlistinni og svo grét ég líka svolítið. Hvað getur maður beðið um meira í einni leiksýningu.

Sannarlega góð leikhúsferð í góðra vina hópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er gott að heyra að fólkið kætist! kv. B

Baldur Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband