Leynivinur og Póllandskvöld

Í dag var aðalfundur Starfsmannafélagsins haldinn og um leið hófust leynivinadagar. Hvert okkar dró eitt nafn vinnufélaga og verður hann leynivinur þar til á föstudagskvöld. Þá verður Póllandskvöld - myndakvöld vegna Póllandsferðar starfsmanna í haust og þá skal það opinberast hver leynivinurinn er.

Ég fékk góðan leynivin. Reyndar er alveg sama hvern af vinnufélögunum ég hefði dregið, þeir eru allir góðir vinir og gaman að gleðja mitt fólk. Nú þarf bara að leggja höfuðið í bleyti, og það með hraði, því eitthvað huggulegt verð ég að reyna að gera fyrir vininn. En best að segja ekki meira. Aldrei að vita nema hann kíki á síðuna. Því eitt er víst. Hér lesa margir á laun Wink Yfir 50 manns á ferli í dag, eitt komment og engin gestabókaskráning. Ég á ekki bara leynivin, ég á leynilesara í tugatali. Gaman að þvíGrin

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki leynilesari. Kíki daglega.

Magnþóra (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég veit Magnþóra mín  Þú ert mér algjörlega sem opin bók!

Sigþrúður Harðardóttir, 10.1.2007 kl. 14:19

3 identicon

Ég kíki líka við annað slagið!

kveðja Kaffikella

Kaffikella (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband