Mér finnt flott að Eiki vann. Lagið fínt og flutningurinn getur ekki klikkað. Hann er svo solid drengurinn. Það hefði samt að mínu mati mátt láta ferskari gæja syngja þett, Rósinkrans eða Jónsa til dæmis. Nú eða Magna. Og ekki verður svona rokklag í sigursætinu aftur...en það gerir nú ekkert til.
Mér hefði verið sama þótt Friðrik Ómar hefði unnið. Og ég hefði verið mjög sátt við að Matti hefði unnið. Hæfilega einfalt lag. Pínu hallærislegt..eins og keppnin er. Flottur söngur.
Annað í þessari keppni fannst mér nú svona og svona...en allt betra í úrslitunum heldur en forkeppninni.
Ég er frekar lítil keppnismanneskja og hef aldrei fengið hjartslátt yfir júróvisíon keppni. En horfi samt oftast og hyggst horfa á Eika feykja faxinu í Helsinki í maí.
Bloggar | 19.2.2007 | 22:02 (breytt kl. 22:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það hefur löngum verið gert grín að mér þegar ég legg á minnið upplýsingar um hluti sem skipta litlu máli (og enginn nennir að muna). Eitt af þessu eru afmælisdagar nemenda minna í gegnum tíðina. Ég man ótrúlega marga, sérstaklega þeirra sem voru umsjónarnemendur mínir í mörg ár. Krakkarnir sem eru fæddir 1984 voru býsna lengi í minni umsjón í skólanum og ég hélt ég myndi flesta afmælisdagana þeirra ennþá. En nú er frúnni farið að förlast. Það uppgötvaði ég þegar ég óskaði henni Auði minni Helgu til hamingju með daginn á heimasíðu drengjanna hennar í dag. Hún svaraði mér um hæl...og á ekki afmæli í dag. Hún átti afmæli þann 17.febrúar Það er aftur á móti Ingibjörg Torfadóttir bekkjarsystir hennar sem á afmæli í dag. Þarna er ég verulega farin að slá saman og það er ekki gott mál. Kannski ég fari bara að hætta þessari vitleysu og fari að leggja eitthvað gagnlegra á minnið
En samt sem áður: Auður Helga og Ingibjörg...til hamingju með febrúarafmælin ykkar.
Og til gamans er hér febrúaryfirlit (þ.e.a.s. það sem ég man!) Ég óska þessum öllum til hamingju!
- 2. feb: Jakob minn Unnar
- 4. feb. Auður Björk mágkona mín
- 5. feb: Guðný Sif mágkona mín og Róbert Darling
- 13. feb. Sigga Guðna
- 17. feb: Auður Helga og Siggi Jóns (hennar Siggu)
- 18. feb. Sigga Kjartans
- 19. feb: Ingibjörg Torfadóttir
- 21.feb: Halldór Garðar
- 22.feb: Jón Pálsson
- 23.feb: Hemmi og Baldur Þór Ragnarsson
- 25.feb: Ester Hjartardóttir
Sennilega er ég að gleyma einhverjum...sem móðgast þá kannski ...en það verður að hafa það!
Bloggar | 19.2.2007 | 21:46 (breytt kl. 21:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þessi yndislega samstarfskona mín og frænka á afmæli í dag ef mér skjátlast ekki
Ég hef ekki hugmynd um hvað hún er gömul, sennilega svona fimmtíu og fjögurra eða fimm. Það skiptir engu máli. Hún er ekki deginum eldri en ég í anda...nema síður sé
Til hamingju með daginn Sigga mín
Bloggar | 13.2.2007 | 14:35 (breytt kl. 14:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann Hallgrímur kórfélagi minn tók margar myndir á þorrablótinu. Þær má nú skoða á heimasíðu Bæjarlífs Meðfylgjandi er ein ágæt...ekki beint leiðinlegt hjá þessum þremur
Bloggar | 12.2.2007 | 22:40 (breytt kl. 22:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hann Hjörtur Sigurður Ragnarsson körfuknattleiksmaður var í dag kjörinn íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélaginu Þór Þorlákshöfn. Ef ég hefði verið spurð fyrir sautján árum, þegar pilturinn var eins árs, þá hefði ég alveg getað haldið því fram að þetta ætti hann eftir...og margt annað í framtíðinni. Snemma beygðist krókurinn og alltaf bolti við höndina.
Hann var, og er enn, einstaklega duglegur strákur, hæfileikaríkur íþróttamaður á mörgum sviðum, eiginlega góður í öllu! Hann er líka góður námsmaður og í raun og veru vel gerður drengur á allan hátt, ljúfur og skemmtilegur.
Þetta á reyndar við um alla strákana þeirra Ragnars og Jóhönnu. Til hamingju Hjörtur!
Bloggar | 11.2.2007 | 18:23 (breytt 12.2.2007 kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var í frábæru afmæli í gærkvöld. Guðlaug Einarsdóttir samstarfskona mín og frænka varð þrítug þann 6. febrúar sl. og móðir hennar Sesselja Pétursdóttir varð fimmtug sama dag. Skemmtilegt
Hápunktur kvöldsins var tónlistarflutningur Jazzbands Suðurlands. Róbert Dan, einn meðlima bandsins er einmitt maðurinn hennar Guðlaugar. Ekki amalegt skemmtiatriði það.
Og mikið var gaman að hitta ættingja og aðra Tungnamenn og eiga við þá spjall.
Það var líka gaman að hitta brottflutta Þorlákshafnarbúa sem þarna voru. Einn þeirra sagðist kíkja daglega á bloggið mitt og kvartaði undan fátæklegum skrifum undanfarið. Ég heiti því hér með að bæta úr því, þó ekki sé nema fyrir þennan dygga lesanda sem ég átti svo skemmtilegt spjall við í gærkvöld. Ég þyrfti samt að hitta hann aftur fyrir kosningar
Ketill og Ingibjörg, fyrrverandi nágrannar okkar af Reykjabrautinni voru þarna og eru alltaf jafn flott og kát. Sérlega gaman að hitta þau...en þau eru einmitt bæði skyld mér.
Þetta var sem sagt frábær kvöldstund með vinum og samstarfsfólki, ættingjum og sveitungum í boði glæsilegra mæðgna. Kærar þakkir fyrir mig.
Bloggar | 10.2.2007 | 23:30 (breytt 11.2.2007 kl. 10:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
byrjar öðruvísi en flestir dagar heimilisins sl. 12 ár. Ólöf Björk er veik. Það gerist sko ekki oft. Held hún hafi verið einu sinni frá skóla vegna veikinda á ævi sinni. Heppin.
Annars allt gott. Afmælishald drengsins gekk vel svo ekki sé talað um þorrablótið sem var á milli afmælisveisla. Hátt í 500 manns skemmtu sér konunglega í Íþróttahúsinu, allir í sínu fínasta pússi.
Nokkur atriði glöddu sérstaklega:
- Hljómsveitin Dans á rósum sem mér fannst frábær
- Hvað krakkarnir sem voru að koma í fyrsta eða annað sinn á blót voru flott og fín, fallega klædd, kát og glöð
- Hljómsveitin Corda - sem fyllti mann stolti (Strákarnir okkar!)
- Bragurinn hennar Magnþóru
- Afhending viðurkenninganna Kjarnakona og Kjarnakarl ársins. Barbara og Stebbi vel að þeim komin
- Borðfélagarnir sem voru bara skemmtilegir
- Að Hjördís og Valli frændi minn skuli enn og aftur láta sjá sig hérna í Höfninni á blóti...og alltaf jafn kát
- Og umfram allt: Að enn skuli mæta 4-500 manns á þorrablótið sem haldið hefur verið með svipuðu sniði í 9 ár. Það segir okkur allt um það hvað fólkinu finnst um blóthaldið. Ekki satt?
Bloggar | 8.2.2007 | 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 6.2.2007 | 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég geri mér alveg grein fyrir því að margir þeirra sem kíkja inn á þessa síðu hafa takmarkað gaman af því að lesa frásagnir af börnunum mínum. Hins vegar hafa margir af því gaman, t.d. mamma, tengdamamma, vinkonur mínar nær og fjær, Hrund systir og Auður mágkona. Þeirra vegna koma hér nokkrir punktar um hvert þeirra.
Ólöf Björk hefur að vanda nóg að gera. Hún var að ljúka miðsvetrarprófum í skólanum í gær og segir að sér hafi gengið vel. Það er gott að vera jákvæður og bjartsýnn og ég hef enga ástæðu til að ætla að hún hafi ekki rétt fyrir sér. Hún er dugleg og samviskusöm og þarf frekar lítið að hafa fyrir náminu. Vitnisburðinn fáum við á þriðjudaginn. Hún æfir sig líka á þverflautuna daglega enda 3.stigspróf framundan. Margar af hennar bestu vinkonum eiga afmæli í janúar og því hafa mikil partýhöld farið fram undanfarið, það síðasta í gærkvöld. Það eru að breytast kröfurnar varðandi útlit og klæðnað þegar farið er í boð af þessu tagi, gjarnan einhver þemu í klæðnaði og nú má mamma sko ekki sjá um hárgreiðsluna eða tjá sig of mikið um fatnaðinn. Helst að sú gamla fái að renna sléttujárninu gegnum hárið! Gaman að því.
Jakob Unnar telur núna dagana fram að 6. afmælisdegi sínum. Hann ætlar að halda krakkaveislu á föstudaginn, sjálfan afmælisdaginn og svo verður smá ,,fullorðinskaffi" á sunnudaginn. Þann dag verður Auður frænka þeirra á Akureyri þrítug og heldur veislu...en við getum ekki verið á mörgum stöðum og verðum því að sleppa þeirri hátíð. Sonur okkar hlakkar mikið til næstu helgar og lengra nær hugsunin ekki þessa dagana. Hann er búinn að koma nokkrar heimsóknir í grunnskólann í vetur en það er hluti af samstarfi leik- og grunnskóla að elstu börnin af leikskólanum koma í heimsókn. Þetta gengur mjög vel og er Jakob Unnar mjög spenntur og alveg tilbúinn til að koma í skóla. Hann pælir mikið í stöfum og enn meira í tölustöfum og reiknar nú þegar heilmikið, enda stærðfræðiþema í gangi í leikskólanum alla hans skólagöngu þar. Jakob æfir líka fótbolta og er eins og stóra systir, mikil félagsvera og á gott með samskipti við aðra krakka.
Auður Magnea er lítil frekjudós Henni þætti best ef allir færu eftir því sem hún vildi og auðvitað stjórnar hún heilmiklu á heimilinu. Þannig er það alltaf með yngsta barn! Hún er kát og voða dugleg stelpa. Hún er nú að verða 19 mánaða og er farin að tala heilmikið. Hún segir: mama, baba, Óva, Kaga, amma, ava, anna, gó, úhba, úa, brrr, bó, oj og eitthvað fleira. Þetta skiljum við öll en ykkur til glöggvunar þýðir þetta: mamma, pabbi, Ólöf, Jakob, amma, afi, Anna, skór, úlpa, húfa, bíll, bók og Oj (búin að kúka!). Með alls kyns látbragði gerir hún sig skiljanlega um alla hluti. Hún var í læknisskoðun í síðustu viku og fékk ,,fulla skoðun", er sem sagt á kúrfu....sem er grundvallaratriði fyrir allar mæður að fá upplýsingar um!
Þið sjáið á þessu að ég er ánægð með liðið mitt. Auðvitað...þvílíkt ríkidæmi. Ekki þarf að skoða mörg dagblöð eða hlusta á marga fréttatíma til að skynja þá blessun sem fylgir því að hafa allt sitt fólk heilt heima að kvöldi hvers dags. Takk fyrir það.
Bloggar | 27.1.2007 | 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar