Jæja þá. Á morgun hefst miðasalan fyrir hið árlega þorrablót okkar Þorlákshafnarbúa. Þorrablótið verður nú haldið í 9. sinn í Íþróttamiðstöðinni ...sem er ótrúlegt því ekki finnst mér svona langt síðan Kvenfélag og Söngfélag hóuðu saman forsvarsfólki allara félaga í þorpinu og komu hugmyndinni um bæjarblót á koppinn. Sannarlega frábær hugmynd sem hefur tekist stórvel allar götur síðan.
Á mínu heimili er ekki rætt hvort farið skuli á þorrablót. Maður bara fer. Það er hluti af því að vera með í þessu samfélagi. Þannig lítum við Siggi minn á málin...og skemmtum okkur konunglega
MUNIÐ MIÐASÖLUNA Í KIWANISHÚSINU Á MORGUN OG FÖSTUDAGINN! SJÁUMST Á ÞORRABLÓTINU
Bloggar | 24.1.2007 | 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá er loksins kóræfing í kvöld. Búið að vera langt frí. Söngfélagið er orðinn ótrúlega stór hluti af mínu lífi hér í Þorlákshöfn, búin að vera með í nærri 17 ár hvorki meira né minna og sjaldan misst úr æfingu eða uppákomu.
Það er svolítil mannekla hjá okkur og þá á ég við karlmanneklu. Við höfum frábæra bassa og tenóra en gætum þegið fleiri. Það sama var uppi á teningnum hjá Samkór Selfoss í haust og svo langt gekk það þetta árið að Samkórinn er í fríi. Það gerist nú ekki hjá okkur enda engin ástæða til...við syngjum bara meira
Hvað er þetta annars með karlmenn og tómstundastörf? Af hverju taka þeir ekki þátt? Ég hlusta nú ekki á þau rök að þeir hafi meira að gera, vinni meira....það er gömul klisja sem allir vita að er löngu úrelt. Strákar! Er það sjónvarpið sem glepur? Eða hvað?
Bloggar | 23.1.2007 | 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spáin mín um úrslit í prófkjöri Framsóknarmanna rættist ekki alveg. En ég reyndist sannspá um annað sætið...hafði þar betur en séra Baldur
Ég hefði hins vegar átt að skella hér inn spánni minni um vinningslögin þrjú í Júróvisjón forkeppninni. Var alveg viss um að þessi þrjú færu áfram. Ekki endilega sammála því að þau væru best, en alveg viss hvernig þjóðin kysi. Ég er sennilega næmari á skoðanir/smekk allra Íslendinga annarra en Framsóknarmanna
Og Árni Johnsen fær að vera áfram á listanum enda dró hann ekki dul á það í viðtali í sjónvarpinu hve frambærilegur hann væri og höfðaði til fólksins . Ég er ekki endilega sammála því...
Bloggar | 21.1.2007 | 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef lesið í kristalskúluna mína í tilefni af því að Framsóknarflokkurinn í Suðurkjördæmi er með prófkjör í dag. Spá mín um efstu sætin er svona:
1. Hjálmar Árnason (Tel að Suðurnesjamenn fylki sér um sinn mann)
2. Bjarni Harðarson (Áberandi og frambærilegur frambjóðandi sem kveður að...)
3. Guðni Ágústsson (ÉG er viss um að honum sjálfum dettur ekki í hug að hann verði ekki efstur!)
4. Björn Bjarndal (Ekki endilega vegna þess að hann er skyldur mér, en...)
Hverju spáir þú?
Bloggar | 20.1.2007 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 20.1.2007 | 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór á fund á Selfossi í gærkvöld. Það var Ingibjörg Sólrún, formaður vor, sem boðaði til fundarins ásamt frambjóðendum í Suðurkjördæmi. Þetta var fínn fundur, formaðurinn reifaði áherslumál Samfylkingarinnar og þann grunn sem málefnavinnan fyrir kosningarnar í vor mun byggja á. Fundargestir fengu tækifæri til að tjá sig og þeir frambjóðendur sem þarna voru úr efstu sætum; Björgvin, Róbert og Guðný Hrund tóku líka til máls.
Þetta situr eftir:
- Ég er að sættast við að hafa Róbert Marshall í 3.sæti
- Guðný Hrund virðist hafa ýmislegt til málanna að leggja þó hún komi ekki eins vel fyrir sig orði og hún Ragnheiður mín
- Ég er ákveðin í að kjósa Samfylkinguna í vor
- Ég er tilbúin til að vinna fyrir flokkinn fyrir kosningarnar
- Meðalaldur fundarmanna var MJÖG hár. Hvar er unga fólkið. Hefur enginn áhuga á stjórnmálum? Nennir enginn að vera með?
- Athugasemdir fundarmanna (flestar) voru mjög áhugaverðar
- Formaðurinn er flottur!
- X-S
Björgvin G segir stuttlega frá fundinum á síðunni sinni í dag og er ánægður.
Bloggar | 18.1.2007 | 13:32 (breytt kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hlakka til á sunnudaginn. Þá hefst sunnudagaskólinn á ný og svo merkilegt sem það kann að virðast finnst mér það alltaf skemmtilegt. Ekki síður núna eftir að kórinn minn hætti að syngja í messum. Hef sennilega eins og margir aðrir ákveðna þörf fyrir þjónustuna við kirkjuna og samfélagið við Guð. Og svo fæ ég aldrei nóg af syngjandi barnaskara.
Mér finnst líka sunnudagaskólastarfið mikilvægt. Sjálf bý ég alla ævi að þeirri uppfræðslu sem ég fékk í sunnudagaskólanum í Selfosskirkju í gamla daga. Stundum lá leiðin í Hvítasunnukirkjuna við Austurveg og þar var líka yndislegt að vera. Meira fjör, kannski pínulítið ,,öðruvísi" fólk, en yndislegt fólk og einlægt og opinskátt í trú sinni. Æskulýðsfélag Selfosskirkju var félagsskapur að mínu skapi og léttleiki, hressandi söngur og opinská umræða um Guð heillaði mig. Þessi bakgrunnur, ásamt því að hafa margsinnis leitað í trúna og fengið svör, gera það sennilega að verkum að enn finnst mér gefandi að kenna börnum um Guð.
Vissulega nær efinn stundum að festa rætur í hjartanu og oft er skilningsleysið algert á atburðum heimsins. En þá er trúin oft það eina sem reynist vera haldreipið....
Bloggar | 16.1.2007 | 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 16.1.2007 | 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 16.1.2007 | 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...Jóhannsdóttir skólaliði var leynivinur minn í síðustu viku. Hún er sko fínn vinur, því eins og mig grunaði sendi hún eiginmanninn á miðvikudaginn til að moka hjá mér innkeyrsluna. Svo fékk ég fallegt blóm, gátu, indæl orð í minn garð og síðast en ekki síst hvítvín frá Chile. Það fannst mörgum fyndið . Því miður eru leynivinadagarnir á enda og ég reikna með að maðurinn hennar Ingibjargar hafií nógu að snúast í vinnunni sinni, svo við Siggi minn verðum að sjá um mokstur á lóðinni okkar með handaflinu. En það er nú svo sem góð líkamsrækt.
Leynivinadagarnir tókust sem sagt vel og ég veit ekki betur en allir hafi verið glaðir.
Bloggar | 15.1.2007 | 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar