Í sunnudagsviđtalinu í gćrkvöld talađi Eva María viđ Hildigunni Hjálmarsdóttur, 87 ára gamla konu sem var ađ gefa út sína fyrstu bók, Danska frúin á Kleppi.
Ţađ vill svo til ađ fyrir rúmum 20 árum kynntist ég ţessari frábćru konu. Ţá vorum viđ samtímis á dönskunámskeiđi í Danmörku, hún sem BA nemi í HÍ, ég sem kennaranemi í KHÍ. Viđ vorum ţarna nokkrar stelpur á aldrinum 20-70 ára og áttum yndislega tíma saman. Viđ héldum hópinn svolítiđ eftir ađ viđ komum heim en ţví miđur er langt síđan síđast.
Hildigunnur er ógleymanleg; stórgáfuđ, húmorísk, músikölsk, skemmtileg og viđrćđugóđ. Ég hafđi afar gaman af ţessu viđtali viđ hana og hlakka til ađ lesa bókina hennar sem fjallar um tengdamóđur hennar, fyrstu yfirlćknisfrúna á Kleppi.
Bloggar | 19.11.2007 | 22:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegna ,,nćstum ţví saumaklúbbsins" komst ég ekki á tónleikana í Versölum ţar sem Stórsveit Suđurlands, Kristjana og Guđlaug Ólafs komu fram í tónleikaröđinni Tónar viđ hafiđ.
Ég var svolítiđ svekkt ađ ţetta skyldi rekast á en huggađi mig viđ ţađ ađ sambćrilegir tónleikar yrđu í Ráđhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn.
Og sunnudagurinn kom. En ég var heima allan daginn. Steingleymdi tónleikunum.
Ég varđ MJÖG fúl út í sjálfa mig yfir ţessari gleymsku...sem ég hef enga afsökun fyrir nema e.t.v. elli
Fór hins vegar á hressilega tónleika í kvöld í Ţorlákskirkju. Ţar sungu Uppsveitasystur (Hrund systir, Sigga mágkona og fleiri hressar konur) og Gospelkór Tónsmiđjunnar. Djassband Suđurlands lék undir hjá báđum kórum. Fínasta prógramm og trođfull kirkja. Mikil stemning.
Lítill og sćtur dúett kom óvćnt inní prógrammiđ og sló í gegn međ laginu sem fćrđi ţeim 2.sćtiđ í söngkeppni FSu um daginn. Ţetta voru bekkjarsystkinin hógvćru og hćfileikaríku Ađalbjörg Halldórsdóttir og Ómar Berg Rúnarsson Ţau voru yndisleg.
Bloggar | 19.11.2007 | 22:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Á miđvikudaginn var fór ég nćstum ţví í saumaklúbb!
Ţađ vćri ekki í frásögur fćrandi nema fyrir ţćr sakir ađ ég hef aldrei veriđ í saumklúbb og hef engan áhuga á ţví ađ ganga í slíkan klúbb. Hins vegar hitti ég fimm frábćrar vinkonur mínar í sumarbústađ uppí Ölfusi í tilefni af ţví ađ ein ţeirra sem búsett er í Japan var á landinu. Ţetta voru gellurnar í Reykjavíkurvinahópnum...sem ég kynntist á Kennóárunum. Engin ţeirra er ţó kennari!
Viđ áttum yndislega stund, borđuđum lax, drukkum hvítvín og töluđum ótćpilega...stelputal
Gistum í bústađnum en mćttum í vinnu morguninn eftir eins og ekkert hefđi í skorist. Gaman, gaman.
Bloggar | 19.11.2007 | 22:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér eftir mun bloggiđ mitt fjalla um vinstrisinnađar stjórnmálakonur!
Mađur gćti haldiđ ađ ég hefđi sett mér ný markmiđ í blogginu...en svo er nú ekki. Tilviljun ađ Ţórunn og Helle lentu hér hliđ viđ hliđ, en báđar eru ţćr frábćrar.
Ţađ er hins vegar eitthvađ andleysi yfir mér.
Ég gćti svo sem sagt frá árshátíđ Sveitarfélagsins Ölfuss sem var um helgina. Eđa heilsufari innan fjölskyldunnar. Nú svo mćtti blogga um veđriđ, vinnuna, vinina. Hver myndi líka vilja missa af bloggi um álver eđa ekki álver, virkjun eđa ekki virkjun, raforkusölu eđa ekki raforkusölu.
Svo gćti ég bloggađ um Mggafréttir, en vísa í ţví tilliti til Hafsteins Viđars sem er allra manna duglegastur ađ lesa Mggann og hefur í mörgu sömu skođanir og ég...
Bloggar | 12.11.2007 | 21:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Danir ganga ađ kjörborđinu á morgun. Ţví miđur er sósíaldemokrötum ekki spáđ sérlega góđu gengi. Allt útlit fyrir ađ Fogh-Rasmussen verđi áfram forsćtisráđherra og myndi stjórn međ einhverjum miđjuflokknum.
Ég held ţó enn í ţá von ađ ţessi kona, Helle Thorning-Schmidt, nái af honum stólnum. Ég held hún sé frábćr stjórnmálakona, hún heillađi mig amk uppúr skónum í Egilshöllinni í vor.
Bloggar | 12.11.2007 | 20:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Auglýsingunni hér ađ neđan hef ég dreift eftir bestu getu. Lauma henni hér inn líka!
Sjáumst í Ráđhúskaffi annađ kvöld!
Sissa....sem hlakkar til ađ heyra í umhverfisráđherranum sínum.
Fundur međ umhverfisráđherra. Opinn fundur Samfylkingarfélagsins í Ölfusi verđur haldinn í Ráđhúskaffi, Ráđhúsi Ölfuss, á morgun, miđvikudaginn 7. nóvember og hefst klukkan 20.Gestur fundarins verđur Ţórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráđherra.Mikiđ er ađ gerast í Ölfusi varđandi umhverfismál eins og virkjanir, enn frekari áform um virkjanir inn á vernduđ svćđi, hugmyndir um álver og loftmengun innanbćjar í Ţorlákshöfn.Umhverfisráđherra mun verđa međ erindi í upphafi fundar um umhverfismál, losunarkvóta og fleira. Ađ erindinu loknu verđur opnađ fyrir spurningar og spjall yfir kaffibolla.
Allir velkomnir. Stjórnin.
Bloggar | 6.11.2007 | 22:25 (breytt kl. 22:26) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
....ađ fara í messu og sunnudagaskóla og mega ekki stjórna neinu! Ólöf Björk var ađ spila í messunni í dag og ég dreif mig međ henni til ađ hlusta. Nú er sá háttur hafđur á ađ messa og sunnudagaskóli er spyrt saman kl.11 annan hvern sunnudag. Ţar sem ég var ekki međ litlu börnin mín međ mér sat ég eftir í kirkjunni og hlustađi á prestinn međan sunnudagaskólabörnin fóru fram í frćđslu og leik.
Svolítiđ skrýtin tilfinning....svona eins og mađur hafi sleppt hendinni af barninu sínu
En ţađ var gott ađ hlusta á predikun prestsins og ekki síđur Guđs orđiđ sem ađ ţessu sinni var lesiđ úr nýţýddu Biblíunni.
Bloggar | 4.11.2007 | 23:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Viđ fjölskyldan brugđum undir okkur betri fćtinum (dekkjunum...vetrardekkjunum) um helgina og skruppum norđur á Akureyri. Tilgangurinn fyrst og fremst sá ađ heimsćkja og hjálpa ađeins til hjá tengdafjölskyldunni minni en viđ vorum líka svo ljónheppin ađ fá miđa í leikhús.
Óvitar eftir Guđrúnu Helgadóttur er frábćrt stykki, vel leikiđ og skemmtileg uppsetning. Bođskapurinn líka skýr og skemmtanagildiđ ótvírćtt. Er hćgt ađ biđja um meira í einni leiksýningu?
Hittum ekki marga utan fjölskyldunnar en fyrsta fólkiđ sem viđ sáum í leikhúsinu var Ţórhildur Helga skólastýra og fyrrum samkennari minn ásamt börnum sínum Lúkasi og Kolfreyju. Lítill ţessi bćr ţarna í norđri!
Ég fór líka í vínbúđina á Akureyri á laugardaginn. Ţar inni voru ţrír menn...og einn af ţeim var Valgeir bróđir minn. Hann var líka í skreppiferđ ásamt fjölskyldu sinni í höfuđstađ Norđurlands og var alls ekki kominn til ađ hitta mig í Ríkinu! Já....algjör smábćr ţessi Akureyri!
Bloggar | 30.10.2007 | 22:34 (breytt 31.10.2007 kl. 17:51) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Allir hafa skođanir á endurútgáfu bókarinnar 10 litlir negarastrákar. Mér hefur fundist umrćđan misjafnlega málefnaleg, en í dag rakst ég á umfjöllun sem segir allt sem segja ţarf. Ég gćfi mikiđ fyrir ađ komast svo vel ađ orđi sem Gauti gerir í ţessari grein.
Bloggar | 30.10.2007 | 16:49 (breytt kl. 16:50) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Í mínum ćttingja- og vinahópi eiga ađ minnsta kosti fjórir gullmolar afmćli í ţessari viku.
Svava Björk, svilkona mín átti afmćli ţann 20.október. Hana hef ég ekki ţekkt nema í ţrjú ár en ţykir samt undur vćnt um hana. Hún giftist í september honum Jónasi mági mínum og var ţađ okkur öllum í fjölskyldunni mikiđ gleđiefni. Svava er róleg og ljúf stelpa sem gott er ađ hafa nálćgt sér. Svava á Telmu Sif, 6 ára hnátu sem frá fyrsta degi hefur veriđ uppáhaldsfrćnka Jakobs Unnars!
Brynja bróđurdóttir mín varđ 14 ára ţann 23.október. Hún er falleg og góđ stúlka sem hefur mestan áhuga á hestamennsku og knattspyrnu. Hún stundar hvort tveggja af miklu kappi og ţykir afar efnileg. Ég er stolt af ţessari góđu frćnku minni.
Guđrún vinkona mín Kristófersdóttir átti afmćli í gćr. 24.október. Hún er hjúkrunarfrćđingur og býr í Japan ásamt Javier eiginmanni sínu og börnunum Kristófer og Andreu. Javier er ţyrluflugmađur í bandaríska hernum og síđan ţau kynntust viđ störf í Kosovo fyrir margt löngu hafa ţau búiđ vítt og breitt um heiminn, starfs hans vegna. Ţađ var yndislegt ţegar ţau bjuggu á Keflavíkurflugvelli, ţá hitti mađur ţau stundum. Nú hittumst viđ alltof sjaldan....
Bjarni vinur minn Áskelsson á afmćli í dag. Bjarni varđ einn ađ mínum fyrstu vinum hér í Ţorlákshöfn. VIđ byrjuđum ađ syngja međ Söngfélaginu á sama tíma og höfum í gegnum árin brallađ ýmislegt saman. M.a. héldum viđ sameiginlega stórveislu ásamt Jóhönnu vinkonu okkar fyrir ţremur árum ţegar viđ fylltum fjórđa og fimmta tuginn. Bjarni er nú fluttur héđan en vonandi slitna aldrei okkar góđu vinabönd.
TIL HAMINGJU MEĐ DAGINN ÖLL!
Hér set ég myndir af Svövu, Brynju og Bjarna, fann enga almennilega af frú Guđrúnu.
Bloggar | 25.10.2007 | 11:36 (breytt kl. 11:46) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíđur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar