Tókst ekki :-(

Það tókst ekki að fella ríkisstjórnina í þetta sinn. Ég er bara farin að halda að íslenskri þjóð finnist bara allt í lagi með allt. Hún virðist að minnsta kosti ekki tilbúin til að hleypa ferskum vindum inn um gluggann hjá sér.

Vonbrigði.

Ég var sérstaklega vonsvikin yfir þessu í úrslitum kosninganna:

  • ríkisstjórnin hélt velli
  • Samfylkingin tapaði fylgi frá síðustu kosningum (þó betur hafi farið en á horfðist um tíma)
  • Frábær þingmannsefni og þingmenn fengu ekki ,,séns"; Róbert Marshall, Guðný Hrund,  Guðmundur Steingrímsson, Mörður Árnason
  • Framsókn á enn möguleika á að sitja í ríkisstjórn þrátt fyrir að hafa beðið afhroð í kosningunum og hafa marglýst því yfir að ef illa gengi vikju þeir úr stjórninni. Það er  bara ekkert að marka þetta fólk...
  • Ólíklegt að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra þrátt fyrir augljósa hæfileika og löngu tímabæra tilbreytingu í því ráðuneyti. Það þarf að komast kona þangað hið fyrsta... og akkúrat þessi kona.

Ég er tapari. Mitt lið tapar alltaf í kosningum. Þess vegna hef ég hugleitt að fórna prinsippunum og ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Þá færi hann kannski að tapa Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði sennilega gengið betur ef Össur hefði verið áfram í formannssætinu... er alls ekki jafn hrifin af Ingibjörgu og þú, ég hreinlega kann ekki við hana.

kaffikella (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Heyrðu... ég kem með þér .. tökum Ingibjörgu Sólrúnu líka með okkur... málum (bæinn) Sjálfstæðisflokkinn rauðan .. látum að okkur kveða....og.. og látum helvítin finna til tevatnsins!!!

Nei, ég segi svona. En eitthvað verður að gera.

Guðrún S Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband