Líka gleði :-)

Það var líka gleði hér um helgina. Krakkarnir í skólakórum Grunnskólans og Skólahljómsveit Tónlistarskólans settu með góðra manna hjálp upp söngleikinn ,,Líf og friður" í Versölum.

Sýningin var frábær og húsfyllir. Um 50 börn voru á sviðinu allan tímann og léku dýrin um borð í Örkinni hans Nóa. Ester, Gestur og Halldór stjórnuðu þessu öllu og fórst það vel úr hendi. Engin smá vinna að æfa þetta upp, búa til búninga, finna hlutverk handa öllum og koma þessu heim og saman.

Ég var stolt af mínu fólki á laugardaginn, bæði dóttur minni, hennar vinum og skólasystkinum og samstarfsfólki mínu sem leggur í svona verkefni aftur og aftur ... allt í þágu listarinnar og skemmtunarinnar.

Ólöf Björk lék asna og fór með heillanga rullu í því hlutverki. Hún spilaði líka á þverflautuna í hljómsveitinni og söng tvísöng með Kristrúnu vinkonu sinni.  Eins og áður stóð hún sig eins og hetja.

Og hún er fjölhæf stelpan okkar. Á sunnudeginum tók hún þátt í innanfélagsmóti í fimleikum og kom heim með þrenn gullverðlaun fyrir keppni í 1. þrepi.

Um að gera að monta sig af þessu.... ekki get ég montað mig af pólitískum frama og velgengni!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Til hamingju með fjöskylduna þína Sissa mín, við vinnum pólitíska sigra síðar...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 15.5.2007 kl. 06:42

2 identicon

Glæsilegur árangur hjá Ólöfu - hún er greinilega að "meika" það í fimleikunum stelpan. Svosem ekki að undra mikil fimi í stórfjölskyldunni

Hún á svo ekki langt að sækja það að vera með mörg hlutverk í lífinu .....

kveðja frá frænku á Flúðum

Hrund Harðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:37

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Til hamingju með telpuna.  Jú, Þetta mun ganga.  Vonadi verður Ingibjörg utanríkis....Kv.

Baldur Kristjánsson, 17.5.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband