Eftir nýliðna helgi freistast ég til að leita í þennan gamla málshátt og trúa því að speki hans sé endanleg og rétt.
Eins og áður er getið hér létum við hjónin verða af því í vor að kaupa fellihýsi fyrir sumarferðir fjölskyldunnar. Við gerðum góð kaup (það gera nú reyndar allir!!!) og erum alsæl með gripinn. Hins vegar hefur þetta ekki farið vel af stað. Við fórum í fyrstu útileguna um hvítasunnuna í skítakulda og þá lentum við í basli með að tengja gasið. Heljarinnar bras sem endaði með því að kaupa þurfti nýjan gaskút. Þá var reyndar allt í fína og útilegan gekk eins og í sögu.
Á föstudaginn síðasta var hugmyndin að fara í útilegu númer tvö. Allt klárt um hádegi og ekkert eftir nema tengja aftan í. Þá lentum við í brasi með að koma ,,nefhjólinu" upp og nenni ég ekki að orðlengja það, nema hvað Siggi endaði með stykkið niðri í vélsmiðju þar sem því var reddað.
Þá var ekið sem leið lá austur að Laugalandi í Holtum, hvar nokkrar fjölskyldur höfðu mælt sér mót. Við vorum komin um fimmleytið og ekki eftir neinu að bíða með að tjalda. Þegar Siggi sneri sveifinni sem á að lyfta tjaldinu gerðist hins vegar ekki neitt öðru megin. Þegar betur var að gáð var vírinn sem hífir og heldur tjaldinu slitinn. Ekkert hægt að gera á staðnum og því haldið heim á leið. Bömmer!
Við hjónin tókum þessu svo sem með jafnaðargeði en þetta var erfitt fyrir börnin. Ólöf Björk fékk að vísu inni hjá góðu fólki og varð eftir, en Jakob Unnar var ekki kátur Úr því rættist þó þegar okkur var boðið í bústað til Jónasar og Svövu og hann fékk að gista hjá Thelmu Sif frænku sinni. Á sunnudaginn fórum við svo í Holtakot til Valgeirs og Siggu og þar fór hann á hestbak með Brynju og var alsæll. Úr ósköpunum rættist sem sagt, helgin var fín og vonandi að hamfarir fellihýsisins séu að baki og það reynist okkur heillagripur hinn mesti Það er allavega eins gott að hægt verði að bjarga málum fyrir Söngfélagsútileguna eftir hálfan mánuð...
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrirgefðu,- en er nú ekki málið að skila þessu fellihýsi sem þið fenguð á svona líka góðum kjörum,- kannski ekki skrítið að hafa fengið það á góðu verði þegar það er að hrynja í sundur !!!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.6.2007 kl. 14:04
He,he, he.....nei Helga mín, kemur ekki til greina. Þetta er bara tilfallandi, það er ég viss um. Hýsið er eins og nýtt að innan og þvílíkt vel með farið. Bara smá byrjunarörðugleikar Nú verður sko tekið á því....
Sigþrúður Harðardóttir, 25.6.2007 kl. 16:23
Þetta er skemmtileg vandræðasaga og örugglega ekki einstæð. Útgangurinn á svona græju snýst um GEYMSLUNA Á VETRUM, það er málið. ég geymdi svona grip utandyra einn vetur og hann bar þess aldrei bætur. Ef hinsvegar er passað uppá að geyma "bústaðinn " innandyra, alltaf, þá getur þetta enst von úr viti...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.6.2007 kl. 23:29
Rétt Hafsteinn, málið með þetta er að það lítur út eins og nýtt (þó það sé sex ára), hefur enda alltaf verið geymt inni. Þess vegna erum við ákveðin í að láta ekki deigan síga...þetta verður heillagripur!!
Sigþrúður Harðardóttir, 26.6.2007 kl. 13:10
Æ,æ, vonandi hefur nafngiftin Lyngás ekki verið óheillamerki!
Guðrún S Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.