Vinir á vinabæjarmóti

Eftir tölvuvandræði á heimilinu kem ég hér aftur og blogga sem aldrei fyrr!

Mig langar að segja ykkur frá tveimur viðburðum í lífi fjölskyldunnar í liðinni viku.

Sá fyrrnefndi er leiðinlegur Angry Auður Magnea fór í nefkirtlatöku og sett voru rör í eyrun. Aðgerðin virðist hafa gengið vel, hún er a.m.k. hætt að vakna 20 sinnum á nóttu! Vaknar bara þrisvarSleeping

Hinn viðburðurinn er öllu gleðilegri. Við höfum nefnilega haft danska gesti á heimilinu í fjóra daga, í tenglsum við norrænt vinabæjarmót sem haldið var hér í sveitarfélaginu frá miðvikudegi til sunnudags. Ég ákvað strax að bjóða gistingu fyrir tvo Dani, leit á það sem frábært tækifæri til að æfa  mig í dönskunni minni og ekki síður að kynnast fleiri Dönum. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Fengum yndisleg hjón, rúmlega sextug, sem voru eins og þau hefðu alltaf þekkt okkur. Litla manneskjan var meira að segja farin að kalla þau ömmu og afa áður en fyrsta kvöldið var liðið. Dagskrá gestanna var þéttskipuð þannig að við hittum þau bara í mýflugumynd á morgnana og svo svolitla stund á kvöldin. Allt gekk vel og Hjördis og Jörn Majborn eru nýju dönsku vinirnir okkar!

Í næstu viku koma svo Annette, Lars og Andreas Pilekjær, en þau voru húsráðendur mínir þegar ég var í Danmörku sumarið 1986! Loksins ætla þau að drífa sig til Íslands og ég get ekki beðið eftir að hitta þá yndislegu fjölskyldu.

En Hjördis og Jörn eru á meðfylgjandi mynd ásamt börnunum okkar.

Börn og Danir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband