Jónas Páll mágur minn til 17 ára gekk í það heilaga þann 8. sept sl. Sú lukkulega er Svava Björk Bragadóttir byggingafræðingur af Álftanesi. Hún er yndisleg stúlka og hjartanlega velkomin í fjölskylduna, eins og gullmolinn dóttir hennar sem heitir Thelma Sif og er 6 ára.
Brúðkaupið var yndislegt eins og brúðhjónin sjálf. Sr. Vigfús Þór gaf þau saman í Dómkirkjunni kl.18:00. Kvöldbrúðkaup....ótrúlega huggulegt. Utan dyra var grenjandi slagveður en inni í helgidómnum var hlýtt, þar ríkti kærleikur, ást og umfram allt mikil gleði. Regína Ósk söng fyrir brúðhjón og kirkjugesti. Presturinn lék á alls oddi, enda kunningi brúðhjónanna og bar athöfnin þess merki.
Veislan var haldin í Iðusölum í Lækjargötu. Borinn var fram þríréttaður málsverður og tilheyrandi drykkir. Undirrituð var veislustjóri og er skemmst frá því að segja að veislan var frábær. En það var ekki veislustjóranum að þakka. Brúðkaupsgestir stigu á stokk, hver á fætur öðrum og fluttu ræður, tónlist eða sýndu myndverk. Allt ótrúlega vel undirbúið og allt skemmtilegt.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hin nýgiftu brúðhjón ásamt feðrum sínum sem voru svaramenn. Thelma Sif og Viktoría frænka hennar voru brúðarmeyjar.
Hamingjan geislar af hverjum manni!
Innilega til hamingju elsku Jónas og Svava....Guð gefi ykkur bjarta framtíð saman.
Flokkur: Bloggar | 17.9.2007 | 21:54 (breytt kl. 22:05) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.