Þetta voru nú ekki upplýsingarnar sem ég þurfti á að halda í dag. Brjóstagjafarharmsaga þessa heimilis rekur sig allt aftur til ársins 1964 þegar ég sjálf fæddist. Móðir mín mun ekki hafa haft mig á brjósti nema í nokkrar vikur, enda lítil sem engin mjólk til staðar (og ég alltaf þurft mikið).
Þegar ég sjálf eignaðist börnin mín var svipað uppi á teningnum, þrjóskast var við í nokkra mánuði með endalausum sjálfsásökunum (og annarra ásökunum) um að ég væri næstum óhæf til undaneldis vegna lélegrar mjólkurframleiðslu og stöðugrar þurrmjólkurgjafar samhliða brjóstagjöf.
Samkvæmt þessari frétt er Hörður frændi minn gáfaðastur okkar allra. Í frumbernsku hans flæddi mjólkin svoleiðis úr barnungri móður hans að virkja hefði mátt til rafmagnsframleiðslu fyrir meðalþorp á landsbyggðinni. Hann fékk alltaf nóg...og meira en það.
Þarna er sem sé komin skýringin á áberandi mismunandi gáfnafari í fjölskyldu minni.
Á myndinni má sjá illa nærðu börnin mín þegar sú yngsta var enn á brjósti. Hvað með greindarsvipinn?
Áhrif brjóstamjólkur á greind barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 6.5.2008 | 17:34 (breytt kl. 17:35) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég og mín famelía erum semsagt í góðum málum;) Kjartan Þór reyndar hvað verstum, bara 3 mánuði á brjósti,- Lúkas 10 mánaða og Kolfreyja í heilt ár !!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 6.5.2008 kl. 18:26
Ég er nú svo heppin að hafa aldrei verið í vandræðum með brjóstagjöfina, nema þegar átti að fara að hætta með þá yngstu á brjósti - hún vildi bara alls ekki hætta! (Hættum þegar hún var orðin tveggja ára og þá bara af því að við vorum að fara til Íslands í heimsókn til ömmu í Hafnarfirði og ég var (og er enn) sannfærð um að hún hefði fengið hjartaáfall ef hún hefði komist að því að barnið væri enn á brjósti!). En málið er að sú stutta er svo eindregið mesta frekjudósin, mesta blaðurskjóðan og mesta ..... já, ýmislegt annað í þessarri fjölskyldu að mér finnst að það ætti að rannsaka hvort það hafi hugsanlega neikvæð áhrif að hafa börnin of lengi á brjósti. Held að það hljóti að vera þess vegna sem hún er eins og hún er ..... ekki getur hún bara verið dekurrófa!! Eða hvað?
Hanna Petra (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 08:43
Vorum við ekki rétt að ræða þessi mál um s.l. helgi mín kæra, ekki að ég geti miðlað af eigin reynslu en ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur, ég veit um einn sem hékk á brjósti fyrirgefðu orðalagið, þar til hann var rúmlega 3ja ára, og ekki hefur hann sýnt nein sérstök merki um ofurgreind.
Guðlaug (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:27
Enn ein lleiðin til þess að koma inn samviskubiti hjá okkur mæðrum!! Ótrúlegt hvað það er endalaust hægt að koma inn hjá okkur samviskubiti.
Ég er alls ekki á móti brjóstagjöf. Hún er frábær þegar vel gengur, en því miður stundum martröð þegar illa gengur. Hef sjálf reynslu af góðri brjóstagjöf og slæmri. Tók það mikið inn á mig þegar illa gekk og fannst ég misheppnuð. Stúlkan fékk SMA og gæti bara ekki verið klárari og frábærari.
Til hamingju með mæðradaginn.
kv. Ólína
Ólína (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 00:42
Iss piss, ég blæs á svona brjóstagjafarfasista! Ekki fékk sonur minn nú stóran skammt af brjóstamjólkinni og hann hefur braggast afar vel þrátt fyrir það og ekki að sjá að hann þjáist af greindarskorti ;)
Mér sýnist börnin þín bara mjög greindarleg, Sissa mín :)
Eygló (eldgamla nemöndin) (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:11
Sannarlega fékk hann Hörður frændi þinn nóg af mjólk fyrstu mánuðina og heldur sennilega að það dugi honum í prófum í FSu. Hann telur amk ekki mikla þörf á því að læra
kveðja Litla systir - mjólkurkú með meiru
Hrund (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.