Stór stund í lífi fjölskyldu...

...en lítil í mannkynssögunni.

Auður Magnea stóð fyrir framan spegilinn á laugardagskvöldið, spýtti út úr sér snuðinu (sem hefur verið henni sem vindlingur stórreykingamanni frá fæðingu) og sagði:,, É hætt me duddu". Og þar með var það ákveðið. Pínu löngunar gætti fyrstu tvær næturnar en á þriðja degi varð úr að losa sig endanlega við allar snuddurnar úr húsi. Hún tók líka sjálf ákvörðun um það hvað skyldi gert við þær...henda þeim í sjóinn og gefa hákörlum, fiskum og selum. Ekki beint umhverfisvænt en ég vona að okkur fyrirgefist í nafni góðs málstaðar.  Suðurvararbryggjan varð fyrir valinu og meðfylgjandi eru myndir frá athöfninni Wink

Nú er barnið orðið stórt. Ekkert smábarn á heimilinu lengur.

En hvaðan hefur barnið þennan sjálfstæða vilja og staðfestu?

Gula snuddan farinSnuddur á floti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Lukkulegur árangur hjá dömunni !!  Get barasta ekki ímyndað mér hvaðan hún hefur þennan sjálfstæða vilja og staðfestu

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.5.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Frábært hjá henni að ákveða þetta sjálf - það er best ....

Karen Rós mín kom snuddulaus úr sveitinni hjá pabba sínum um daginn og er núna bara á munninum....

Hlakka til að koma í Þorlakshöfn um verslunarmannahelgina...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 16.5.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband