Gleðilega hátíð

Ég tók þátt í hátíðahöldunum hér í Þorlákshöfn í blíðskaparveðri í dag. Það var margt í boði fyrir alla aldurshópa og dagskrá frá morgni til kvölds. Við erum einmitt nýkomin heim af fínum tónleikum þar sem ungir bæjarbúar léku og sungu. SKemmtilegar hljómsveitir hjá krökkunum.

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að semja og flytja hátíðarræðu dagsins. Það var auðvitað mjög gaman og ekki spillti það gleði minni að þegar ég hafði lokið máli mínu lék lúðrasveitin uppáhalds ættjarðarlagið mitt ,,Yfir voru ættarlandi" og fjallkonan glæsilega gekk í garðinn. Þar var komin fyrsta barnapían okkar, hún Hrönn Guðfinnsdóttir. Áður hafði annar gamall nemandi, Sigríður Vilhjálmsdóttir, sett hátíðina með skemmtilegri hugleiðingu. Kynnir samkomunnar var hún Ásta Margrét. Það var því ekki að furða þó gamalreyndur skipstjóri, atvinnurekandi og sveitarstjórnarmaður hér til áratuga hefði orð á því þegar hann þakkaði mér fyrir ræðuna, að konur væru að taka þetta allt saman yfir. Ég benti honum á að það væri nú tímabært, nógu lengi væru þeir karlarnir búnir að einoka ræðupúltin. Og hann var alveg sammála mér. Gat ekki annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þú hefur örugglega slegið í gegn með ræðunni,- og ekki verið í svartsýniskasti því sem Haardeinn okkar var í ;)

Flottar kvinnur í Höfninni.

Til lukku með þjóðhátíðardaginn mín kæra

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 18.6.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég var einmitt svo ánægð með hlut kvenna í þessum hátíðarhöldum. Kona kynnir, kona með setningarræðu, kona með hátíðarræðu, fjallkona, kona sem trúður, fleiri konur en karlar í lúðrasveitinni, konur að sjá um kaffið o.s.frv.

Og ekki spillti hvað konurnar stóðu sig vel!!!!

Guðrún S Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband