Fyrir algjöra tilviljun frétti ég að María Þórisdóttir væri að keppa hér á Íslandi þessa dagana með norska U-16 landsliðinu í knattspyrnu. Þær léku hér í Þorlákshöfn í dag en því miður gat María ekki verið með vegna meiðsla. Ég sá leikinn ekki en Ólöf Björk var þar og þóttist þekkja Sunnivu systur hennar meðal áhorfenda. Þá fórum við að rannsaka málið....og komumst að hinu sanna.
Það er skemmtilegt viðtal við þessa dugmiklu dóttur hans Þóris æskuvinar míns hér. Hún er í tveimur landsliðum í sínum aldursflokki, bæði í knattspyrnu og handknattleik, og það held ég að hljóti að teljast sérstakt.
Þórir og Kirsten kona hans eiga sem sagt Maríu, Sunnivu og Matthias....allt frábæra krakka...enda foreldrarnir með eindæmum vel gert og gott fólk
Verst að við missum af leiknum á fimmtudaginn því þá verðum við farin norður. Held jafnvel að ég hefði hrópað HEJA NORGE!
Flokkur: Bloggar | 1.7.2008 | 21:45 (breytt kl. 23:15) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.