Á ísbjarnaslóð

Þá erum við komin heim úr árlegri Norðurlandsreisu. Hún var í bland hefðbundin og óvenjuleg.

Eftirfarandi var venjulegt...en samt skemmtilegt: Dvöl hjá tengdaforeldrum á Akureyri, heimsóknir til nokkurra vina og ættingja (sumir urðu útundan þetta árið), kirkjuferð með Auði ömmu, veiði í Laxá í Mývatnssveit, bæjarferð með Auði mágkonu, almenn slökun og endalaust át!

Þetta er sjaldgæfara: Heimsókn í sveitina til Helgu Magneu, fjórhjólatúr, Jakob á ,,crossara",haldið upp á afmæli Auðar Magneu á Akureyri, farið í fjögurra daga útilegu í Skagafirði með tengdaforeldrum, ekið fyrir Skaga, komið á Skagaströnd í fyrsta sinn, Siglufjarðarskarð ekið, Guðný frænka Sigga á Sigló heimsótt, svipast um eftir ísbjörnum með börnunum, sofið á tjaldstæðinu á Sauðárkróki í þrjár nætur og ættingjar heimsóttir þar.

Margt fleira gert. Meira síðar og myndir með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband