Það þarf ekki að velta lengi vöngum yfir því hvaða augum dóttir mín yngsta lítur skólastjóra. Í hennar huga er bara einn skólastjóri...SKÓLASTJÓRINN! Það er auðvitað Halldór, þó hún þekki nú fleiri skólastjóra...en bara ekki í því samhengi...og Ásgerður leikskólastjóri er í hennar huga bara Ásgerður.
Samtal við morgunverðarborðið:
Mamma (við pabba): Ég þarf að vera mætt tímanlega í vinnuna á föstudaginn því ég verð skólastjóri og þarf kannski að redda forföllum eða öðru í morgunsárið.
Jakob: Af hverju verður þú skólastjóri mamma?
Mamma: Af því skólastjórarnir eru báðir á fundi á Akureyri og þeir báðu mig um að vera skólastjóri á meðan.
Jakob: Ókei...
Auður Magnea (mjög hugsi): Mamma, ef þú verður skólastjóri, hættir þú þá að vera mamma mín?
Ergo: Mömmur eru ekki skólastjórar.
Enn eitthvað klikk í uppeldinu...myndir þú ekki segja það Helga skólastýra?
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, nei ekkert klikk í uppeldinu hjá þér,- hún á eftir að átta sig á þessu,- sérstaklega þegar þú verður orðin skólastýra að fullu ;)
Hitti einmitt þá Halldór og Jón á Akureyri,- og líka þeirra fræknu fraukur.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.10.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.