Hvað á barnið að heita?

Miklar vangaveltur hafa verið uppi um nafn á tilvonandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Mér finnst nú nafnið aukaatriði, hef meiri áhyggjur af málefnasamningi flokkanna. En vangaveltur um nöfn eru alltaf skemmtilegar og finnst mér hugmynd Guðmundar Steingrímssonar Uppstigningarstjórnin, langbest. Fæðingin hófst jú á uppstigningardag. Önnur nöfn sem nefnd hafa verið: Þingvallastjórnin, Baugsstjórnin, Maí-stjórnin, RiseSSan....og örugglega einhver fleiri.

Ég held að skipting ráðuneyta verði með eftirfarandi hætti:

Forsætisráðuneyti: Geir H. Haarde

Fjármálaráðuneyti: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti: Jóhanna Sigurðardóttir

Menntamálaráðuneyti: Björgvin G. Sigurðsson

Utanríkisráðuneyti: Össur Skarphéðinsson

Félagsmálaráðuneyti: Þórunn Sveinbjarnardóttir

Atvinnumálaráðuneyti (Landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar): Árni M. Mathisen

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti:  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Samgönguráðuneyti: Kristján Þór Júlíusson

Umhverfisráðuneyti: (Sjálfstæðismenn verða að tefla fram fleiri konum....??????

Hvað segið þið? Hafið þið betri hugmyndir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Hvað með Samfylkingarmann utanaf landi, og þá meina ég utan af landi ekki úr túnfætinum á henni Reykjavík..., ég vil Kristján Möller sem ráðherra og vona að það séu flestir inni á því

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 20.5.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég yrði alveg sátt við Kristján, langar bara svooooo að Björgvin fái menntamálin. En þá segi ég: Kristján Möller fær samgöngumálin...Þorgerður Katrín yrði þá áfram menntamálaráðherra og Bjarni Ben fengi dóms og kirkjumálin. Hmmmm....sátt Nína mín?

Sigþrúður Harðardóttir, 20.5.2007 kl. 16:09

3 identicon

Ég er ekki viss um að Sjálfstæðisflokkurinn afsali sér Menntamálaráðuneyti en hver veit?Haha RiseSSan mjög fyndið, en mér líst best á Þingvallastjórnin!

Danni (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Guð forði okkur frá því að Kristján Þór fái Samgönumálinn,þá halda þeir bara áfram að bora göt á fjöllin fyrir norðan nei takk.

Ég vil sjá Björgvin í samgöngumálum þá fer hugsanlega eitthvað að gerast í þjóðvegi no:1 austur fyrir fjall og þá hugsanlega vestur á bóginn.

Vignir Arnarson, 21.5.2007 kl. 15:56

5 identicon

Held að Ingibjörg verði utanríkisráðherra og svo verður vonanadi stokkað upp í ráðuneytunum og landbúnaðaráðuneytið verði lagt niður ásamt sjávarútvegsráðuneytinu (búið til eitt atvinnumálaráðuneyti)

Una (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 10:16

6 identicon

Ég held að sjálfstæðið láti ekki frá sér menntamálaráðuneytið, því síður fjármálaráðuneytið og líklegt þykir mér að þeir vilji fá heilbrigðis- og tryggingamálaráðneytið. Líklegast finnst mér að Ingibjörg fari í félagsmálaráðuneytið eða utanríkismálin. Svo er ég sammála Vigni með að setja Björgvin í samgönguráðuneytið. Svona í heildina þá verður ekki jöfn skipting á ráðuneytum og samfylking má örugglega þakka fyrir að fá 4 ráðuneyti af þessum 10. það er allavega mín tilfinning...

kaffikella (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband