Fótboltafeðgar

Á baksíðu Sunnlenska í dag er mynd af Herði systursyni mínum og Jóa pabba hans. Tilefnið er krúttlegt. Á fimmtudaginn var léku þeir saman sinn fyrsta meistaraflokksleik í knattspyrnu, voru báðir í liðinu og unnu!

Það verður að viðurkennast að líklega hefur Hörður íþróttahæfileikana ekki síður úr föðurfjölskyldunni, þó móðir hans geti verið ansi hörð í horn að taka á handknattleiksvellinum að minnsta kosti. En fótboltagenin eru óyggjandi frá pabbanum. Og þar með talin United genin Wink

Ég get með engu móti birt hér þessa flottu mynd af feðgunum en birti bara myndir af þeim hvorum í sínu lagi, Herði í sparifötunum en Jóa að fagna marki á knattspyrnuvellinum.

Áfram Árborg!!!!

Hörður sætiJói


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband