Færsluflokkur: Bloggar

Gamlingjar!

Ég uppgötvaði um helgina að árin hafa færst hratt yfir okkur hjónin Frown Við vorum að vinna svolítið inni í bílskúr heima hjá mömmu. Við kveiktum á útvarpinu og það var stillt á Rás 2. Óli Palli var að spila upptökur frá Airwaves hátíðinni miklu sem þá var um það bil að ljúka. Okkur þótti þetta ekki skemmtileg tónlist. Man ekki hljómsveitarnöfnin en ekkert af þessu féll í kramið við vinnuna. Algjört garg þótti okkur Blush

Stilltum yfir á Bylgjuna og hlustuðum á Hemma Gunn tala við Geirmund Valtýsson um ferilinn. Úff....hvað erum við eiginlega gömul?


Hægist um?

Nú fellur af mér hver silkihúfan á fætur annarri. Eins og ég hef áður sagt frá á þessum vettvangi hætti ég að kenna í sunnudagaskólanum í haust eftir 16 ára samfellt starf. 

Á þriðjudaginn var hætti ég sem formaður foreldrafélags Leikskólans Bergheima eftir tveggja ára starf. Það er reyndar svo ágætt í því góða félagi að þar situr enginn lengur en tvö ár...annars hefði ég örugglega ráðskast með þetta meðan Auður Magnea væri í skólanum!

Nei, nei...auðvitað ekki. Ég er afskaplega sátt við þessar breytingar.  Aðalstarfið mitt er krefjandi, heimilið er býsna stórt og eiginmaðurinn á fullu í vinnu og námi. Ég syng líka með Söngfélaginu mínu og er ritari þess göfuga félags Samfylkingarfélags Ölfuss  og sit fyrir Samfylkinguna í menningarnefnd sveitarfélagsinsWink Það er því alveg yfirdrifið nóg að gera...og verður enn um sinn.

Og það er gott.


Þessi frétt...

...kemur ekki á óvart.  Svona er ástandið, fólk flýr úr þessu skemmtilega starfi sem það er búið að mennta sig til vegna lágra launa. Það er eins gott að vel takist til við samningagerð í vor....
mbl.is Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst þeir báðir flottir...

Guðmundur og Dagur. Fer ekki ofan af því. En þetta kemur ekki á óvart og er sérlega skemmtilegt í ljósi umræðna nokkurra vinstrisinnaðara kvenna á mínum vinnustað í dag.

Ekki um uppruna tegundanna, heldur um uppruna stjórnmálamanna. Fyndið.

En þeir eru örugglega gott "team"


mbl.is Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sómi lands og þjóðar...

...hann Garðar Thor. Mér finnst hann frábær og er afar ánægð með hans góða árangur.

Svo vissi ég nú ekki fyrr en nýlega að hann er svo ljómandi vel kvæntur...heppinn!

Tinna Lind var lítil, falleg og skemmtileg stelpa austur á Kirkjubæjarklaustri þegar ég kenndi þar fyrir 20 árum.  Nú er hún fullorðin ...en ennþá falleg og vafalaust skemmtileg.

Garðar er líka heppinn með tengdaforeldra og ekki á Tinnan hans langt að sækja leiklistarhæfileikana frekar en hann tónlistarhæfileikana.

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni...


mbl.is Garðar Thor semur um útgáfu víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yoko gerir allt vitlaust!

Sagt er að Sjallarnir séu brjálaðir út í Yoko Ono. Fyrst splundrar hún Bítlunum og nú þetta...  

segir Guðmundur Steingrímsson á síðunni sinni.

Góður punktur.


Það er góður Dagur í dag

Borgarbúar hafa fengið frábæran, flottan og fallegan borgarstjóra.


mbl.is Dagur boðar til blaðamannafundar við Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð að fara að blogga....

Þetta gengur ekki lengur. Ef ég ætla að halda þessari síðu opinni verð ég að skrifa eitthvað...

Hlýt að hrökkva í gírinn ....kannski í kvöld ?!?!

Læt fylgja með eina mynd af fallega tannlausa stráknum mínum sem hefur það gott í skólanum og stendur sig vel. Hann er óskaplega ánægður með kennarann sinn og það erum við foreldrarnir líka. Þetta fer að minnsta kosti afskaplega vel af stað.

Smile!Jakob Unnar....búinn að missa margar, margar tennur!


Tilviljun aldarinnar!

Við hjónin fórum ásamt góðum vinum okkar, Ragnari og Jóhönnu, til Kaupmannahafnar um daginn. Ferðin var farin í tilefni af fertugsafmæli Sigga, enda höfðum við farið í margfræga ferð til London þegar við stöllur urðum fertugar.

Ferðin var frábær. Yndislegt veður og borgin falleg og skemmtileg sem fyrr. Við lögðum mikið upp úr því að velja góða  matsölustaði og borðuðum kínverskt, indverskt og ástralskt. Auðvitað var svo borðað smörrebröd á Vinstuen og glæsilegt var síldarhlaðborðið á Ferjukránni við Nýhöfn. Fórum í siglingu, skoðuðum Kristíaníu, fórum í Tívolí og gengum svo um miðbæinn og nutum lífsins.
Við bjuggum á Österbro, í íbúð Guðnýjar mágkonu minnar sem stödd var í Hong Kong á þessum tíma.

Þetta gat bara ekki verið betra. En ég varð fyrir ótrúlegri og merkilegri lífsreynslu á Ráðhústorginu. Á sunnudeginum þegar við vorum á leiðinni í Tívolí, stóð allt í einu fyrir framan mig manneskja á torginu, og horfði á mig hreinlega eins og hún hefði séð draug. Og það var kannski ekkert skrýtið. Hún hefði ekki orðið meira hissa þó hún hefði séð draug!

Þarna var komin Hjördis Mejborn, konan sem gisti hjá okkur þegar vinabæjarmótið var hjá okkur hér í Þorlákshöfn í vor. Við vissum hvorug að hin var í borginni en rákumst þarna saman, næstum í bókstaflegri merkingu. Hún kemur næstum aldrei til Kaupmannahafnar og var þar í fyrsta sinn án mannsins síns, enda var hún bara í skreppitúr að hitta vinkonu sína sem býr í Ameríku. Og ég í stuttri helgarferð.

Finnst ykkur þetta ekki merkilegt? Okkur þótti það báðum og í tilefni af endurfundunum og til að sanna mál okkar létum við Sigga taka þessa mynd af okkur. Báðar skellihlæjandi þó við vissumv varla hvort við áttum að hlæja eða gráta. Svo kátar vorum við yfir þessar stórsniðugu tilviljun.

Tilviljun aldarinnar!


Jónas og frú Svava

 PICT2255

Jónas Páll mágur minn til 17 ára gekk í það heilaga þann 8. sept sl. Sú lukkulega er Svava Björk Bragadóttir byggingafræðingur af Álftanesi. Hún er yndisleg stúlka og hjartanlega velkomin í fjölskylduna, eins og gullmolinn dóttir hennar sem heitir Thelma Sif og er 6 ára.

Brúðkaupið var yndislegt eins og brúðhjónin sjálf. Sr. Vigfús Þór gaf þau saman í Dómkirkjunni  kl.18:00. Kvöldbrúðkaup....ótrúlega huggulegt.  Utan dyra var grenjandi slagveður en inni í helgidómnum var hlýtt, þar ríkti kærleikur, ást og umfram allt mikil gleði. Regína Ósk söng fyrir brúðhjón og kirkjugesti. Presturinn lék á alls oddi, enda kunningi brúðhjónanna og bar athöfnin þess merki.

Veislan var haldin í Iðusölum í Lækjargötu. Borinn var fram þríréttaður málsverður og tilheyrandi drykkir. Undirrituð var veislustjóri og er skemmst frá því að segja að veislan var frábær. En það var ekki veislustjóranum að þakka. Brúðkaupsgestir stigu á stokk, hver á fætur öðrum og fluttu ræður, tónlist eða sýndu myndverk. Allt ótrúlega vel undirbúið og allt skemmtilegt.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hin nýgiftu brúðhjón ásamt feðrum sínum sem voru svaramenn. Thelma Sif og Viktoría frænka hennar voru brúðarmeyjar.

Hamingjan geislar af hverjum manni!

Innilega til hamingju elsku Jónas og Svava....Guð gefi ykkur bjarta framtíð saman.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband