Færsluflokkur: Bloggar
Þá erum við komin heim úr árlegri Norðurlandsreisu. Hún var í bland hefðbundin og óvenjuleg.
Eftirfarandi var venjulegt...en samt skemmtilegt: Dvöl hjá tengdaforeldrum á Akureyri, heimsóknir til nokkurra vina og ættingja (sumir urðu útundan þetta árið), kirkjuferð með Auði ömmu, veiði í Laxá í Mývatnssveit, bæjarferð með Auði mágkonu, almenn slökun og endalaust át!
Þetta er sjaldgæfara: Heimsókn í sveitina til Helgu Magneu, fjórhjólatúr, Jakob á ,,crossara",haldið upp á afmæli Auðar Magneu á Akureyri, farið í fjögurra daga útilegu í Skagafirði með tengdaforeldrum, ekið fyrir Skaga, komið á Skagaströnd í fyrsta sinn, Siglufjarðarskarð ekið, Guðný frænka Sigga á Sigló heimsótt, svipast um eftir ísbjörnum með börnunum, sofið á tjaldstæðinu á Sauðárkróki í þrjár nætur og ættingjar heimsóttir þar.
Margt fleira gert. Meira síðar og myndir með.
Bloggar | 13.7.2008 | 23:26 (breytt kl. 23:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir algjöra tilviljun frétti ég að María Þórisdóttir væri að keppa hér á Íslandi þessa dagana með norska U-16 landsliðinu í knattspyrnu. Þær léku hér í Þorlákshöfn í dag en því miður gat María ekki verið með vegna meiðsla. Ég sá leikinn ekki en Ólöf Björk var þar og þóttist þekkja Sunnivu systur hennar meðal áhorfenda. Þá fórum við að rannsaka málið....og komumst að hinu sanna.
Það er skemmtilegt viðtal við þessa dugmiklu dóttur hans Þóris æskuvinar míns hér. Hún er í tveimur landsliðum í sínum aldursflokki, bæði í knattspyrnu og handknattleik, og það held ég að hljóti að teljast sérstakt.
Þórir og Kirsten kona hans eiga sem sagt Maríu, Sunnivu og Matthias....allt frábæra krakka...enda foreldrarnir með eindæmum vel gert og gott fólk
Verst að við missum af leiknum á fimmtudaginn því þá verðum við farin norður. Held jafnvel að ég hefði hrópað HEJA NORGE!
Bloggar | 1.7.2008 | 21:45 (breytt kl. 23:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, ég gladdist mjög yfir þessu. Mér varð að ósk minni. Hefði að vísu viljað hafa appelsínugula kalla á pallinum í dag...en það var ekki í boði á þessum tímapunkti.
Mér fannst gaman að fylgjast með keppninni og skondið að eiga nú kvenkyns táning á heimilinu sem getur tekið þátt í því að pæla í hverjir strákanna séu sætir
Veit ekki vort þrjátíu ára aldursmunur eða ólíkur smekkur gerir það að verkum að við erum sjaldan sammála.
En leikurinn var frábær skemmtun og keppnin reyndar öll. Takk fyrir RÚV.
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.6.2008 | 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er tíminn sem allir eru á faraldsfæti heima og erlendis.
Vinir og ættingjar eru út um allt og maður þarf að hafa sig allan við að fylgjast með hver er hvar, hvenær og hve lengi.
Sjálf held ég mig á klakanum til hausts....enda veðrið dásamlegt.
Bloggar | 26.6.2008 | 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég gleymi því alltaf milli stórmóta (HM og EM) að ég hef gaman af að horfa á knattspyrnu! Þykist reyndar alltaf frekar hafa horn í síðu íþróttarinnar, einkum sjónvarpsútsendinga, en stend mig svo að því þegar stórmót standa yfir að mega helst ekki missa úr leik. Mér væri samt alveg sama þó leikirnir væru helmingi styttri... þess vegna hef ég alltaf heillast meira af handboltanum.
Ég er frekar vonsvikin með undanúrslitaliðin í yfirstandandi móti. Mín lið, Holland og Portúgal, dottin út og úr vöndu að ráða...því maður verður að halda með einhverjum þegar á hólminn er komið.
Spánverjar hafa orðið fyrir valinu. Vona að þeir hafi Rússana á morgun svo ég geti með glöðu geði horft á úrslitaleikinn á sunnudaginn ............og haldið með einhverjum.
Áfram Spánn!
Bloggar | 25.6.2008 | 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fórum um helgina og líka helgina þar áður og förum eins oft og viðrar í sumar. Það er svo gaman!
Ganga, veiða, sofa út, grilla, leika sér, spila, synda, borða, borða meira...
Bloggar | 22.6.2008 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég tók þátt í hátíðahöldunum hér í Þorlákshöfn í blíðskaparveðri í dag. Það var margt í boði fyrir alla aldurshópa og dagskrá frá morgni til kvölds. Við erum einmitt nýkomin heim af fínum tónleikum þar sem ungir bæjarbúar léku og sungu. SKemmtilegar hljómsveitir hjá krökkunum.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að semja og flytja hátíðarræðu dagsins. Það var auðvitað mjög gaman og ekki spillti það gleði minni að þegar ég hafði lokið máli mínu lék lúðrasveitin uppáhalds ættjarðarlagið mitt ,,Yfir voru ættarlandi" og fjallkonan glæsilega gekk í garðinn. Þar var komin fyrsta barnapían okkar, hún Hrönn Guðfinnsdóttir. Áður hafði annar gamall nemandi, Sigríður Vilhjálmsdóttir, sett hátíðina með skemmtilegri hugleiðingu. Kynnir samkomunnar var hún Ásta Margrét. Það var því ekki að furða þó gamalreyndur skipstjóri, atvinnurekandi og sveitarstjórnarmaður hér til áratuga hefði orð á því þegar hann þakkaði mér fyrir ræðuna, að konur væru að taka þetta allt saman yfir. Ég benti honum á að það væri nú tímabært, nógu lengi væru þeir karlarnir búnir að einoka ræðupúltin. Og hann var alveg sammála mér. Gat ekki annað.
Bloggar | 17.6.2008 | 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 12.6.2008 | 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 10.6.2008 | 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- 3. júní er afmælisdagur pabba míns. Hann hefði orðið 81 árs hefði hann lifað.
- 5. júní. Anna Lúthersdóttir. Hún er gift Jóni móðurbróður hans Sigga míns og þau, og börnin þeirra, eru einu ættingjar okkar hér í Þorlákshöfn. Anna er frábær kona sem mér þykir afar vænt um.
- 6. júní. Gestur vinur minn Áskelsson er fæddur þennan dag eins og Bubbi Morthens og Anna Hjálmarsdóttir dagmamma.
- 8. júní eiga þær afmæli Guðrún Sigríks samkennari minn og Hrönn Guðfinnsdóttir fyrrum nemandi minn og barnapía en nú einnig samkennari minn. Gömul vinkona mín, Sigrún Aðalsteinsdóttir er líka fædd þennan dag.
- 17. júní á mamma mín afmæli. Hún verður 65 ára þann dag og hefði haldið okkur kaffiboð eins og vanalega á þjóðhátíðardaginn ef hún væri ekki á leið til Þýskalands.
- 19. júní verður Sólveig, tengdamóðir mömmu 90 ára. Hún er að fara til Þýskalands með mömmu og Óla (eða öfugt) og ætlar að halda upp á afmælið í faðmi fjölskyldunnar þar. Sólveig hefur frá fyrstu kynnum verið okkur einstaklega góð og börnunum frábær langamma.
- 23. júní er afmælisdagur Ingibjargar samkennara míns. Þann dag var gamall vinur minn Hjalti Ingvarsson frá Reykjum á Skeiðum líka fæddur, en hann lést ungur í bílslysi. Hann hefði orðið 46 ára í dag.
- 30. júní árið 1986 var dagsetning á bréfi sem ég fékk bréf frá Íslandi til Danmerkur þar sem ég dvaldi sumarlangt. Kolbrún vinkona mín sagði mér í því bréfi að hún hefði eignast son löngu fyrir ætlaðan tíma og var hann tæpar 4 merkur. Þetta var kraftaverkið Skúli Sigurbergsson sem verður sem sagt 22 ára þann 30. Svo langt fram í tímann þorði enginn að hugsa meðan hann lá á Vökudeildinni fyrstu 6 mánuði ævi sinnar.
Sennilega gleymi ég einhverjum eins og alltaf þegar svona upptalningar fara fram...
Ég óska öllum þessum afmælisbörnum innilega til hamingju!
Bloggar | 10.6.2008 | 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar