Færsluflokkur: Bloggar

Enn sama tilfinningin

Hún er alltaf eins tilfinningin þegar ég byrja störf á haustin. Eins og hún var fyrir 21 ári austur á Kirkjubæjarklaustri. Kannski talsvert afslappaðri en sama eftirvæntingin. Sömu áformin. Sama tilhlökkunin að hitta nemendur og vinnufélaga. Sama ánægjutilfinningin þegar allt er komið í sinn kassa Wink, stundataflan klár, búin að hitta krakkana sem maður á að kenna, skoða námsefnið,  búin að kaupa nokkra góða penna og krossa við stóran hluta tékklistans. Það getur verið gott að vera kassalaga. Maður veit þá eftir hverju maður leitar og gleðst þegar maður finnur.

Ég veit ekki hvort mig langar nokkuð út úr kössunum mínum.


Vonandi ekki

Ég ætla rétt að vona að Þórir haldi því sem lengst að vera Íslendingur og auðvitað Selfyssingur en fyrst og fremst hann sjálfur, jafnfrábær og hann er Kissing

Og nú eru ,,þær", Marit, Þórir og hinar stelpurnar í norska landsliðinu komnar í úrslit á Olympíuleikunum! Húrra fyrir þeim! Heja Norge!!!

Skemmtilegt viðtal við piltunginn...ég ég var nú alveg hissa að þeir skyldu halda því fram að maðurinn væri 44 ára. Og hann var með mér í bekk í grunnskólaAngry Hvernig má þetta vera????


mbl.is Hætti aldrei að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur frændi

Frábær árangur hjá Vésteini frænda mínum! Hann hefur ekki látið deigan síga síðan hann lagði kringluna á hilluna (gera þeir það ekki eins og fótboltamennirnir með skóna?!). Hann hefur náð mjög góðum árangri með marga kringlukastara í Danmörku, Svíþjóð og Eistlandi undanfarin ár og í dag fékk hann bestu launin Wizard. Til hamingju Vésteinn og það er örugglega rétt sem hann segir í viðtalinu að Hafsteinn faðir hans hefur fylgst ákafur með. Og verið stoltur af sínum, sem hann hefur reyndar alltaf verið og mátt vera.

Annar Selfyssingur var í sviðsljósinu á Ólympíuleikunum í dag. Þórir vinur minn Hergeirsson er aðstoðarþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og þær komust í undanúrslit í dag eftir stóran sigur á Svíum. Frábært..................og flott ef þær fara á pall. Ég kem með hamingjuóskirnar síðar.

Þessir tveir íslensku þjálfarar búa báðir á erlendri grundu en eru miklir Íslendingar og auðvitað Selfyssingar. Þeir eru báðir drengir góðir og mér afar kærir. Ég er stolt af þessum flottu strákum!Áfram Ísland!

 


mbl.is Vésteinn: „Þetta verður ekki stærra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltafeðgar

Á baksíðu Sunnlenska í dag er mynd af Herði systursyni mínum og Jóa pabba hans. Tilefnið er krúttlegt. Á fimmtudaginn var léku þeir saman sinn fyrsta meistaraflokksleik í knattspyrnu, voru báðir í liðinu og unnu!

Það verður að viðurkennast að líklega hefur Hörður íþróttahæfileikana ekki síður úr föðurfjölskyldunni, þó móðir hans geti verið ansi hörð í horn að taka á handknattleiksvellinum að minnsta kosti. En fótboltagenin eru óyggjandi frá pabbanum. Og þar með talin United genin Wink

Ég get með engu móti birt hér þessa flottu mynd af feðgunum en birti bara myndir af þeim hvorum í sínu lagi, Herði í sparifötunum en Jóa að fagna marki á knattspyrnuvellinum.

Áfram Árborg!!!!

Hörður sætiJói


18 ár...og oftast gaman!

Við hjónin eigum 18 ára brúðkaupsafmæi í dag. Þessi 18 ár hafa verið ótrúlega viðburðarík enda höfum á þeim tíma eignast það sem við eigum bæði af veraldlegum eigum og svo auðvitða börnin okkar þrjú. Samt man ég hann eins og hann hefði verið í gær brúðkaupsdagurinn okkar.

11.ágúst 1990. Skálholtsdómkirkja. 100 vinir og ættingjar á staðnum. 25 stiga hiti og sól (hitabylgja gekk yfir landið). Skálað í kampavíni úti í sólinni. Kökuhlaðborð í skólanum. Yndislegur söngur í kirkjunni (Guðlaug vinkona, Óli og Sigurbjörg). Fallegar ræður og hlý orð í veislunni. Tvær fullar rútur af Japönum að taka myndir af þessu risastóra fólki í blíðunni. Allt eins og best verður á kosið.

Og það endist enn.


Nýjar lendur kannaðar.

Við vorum í góðra vina hópi í Stykkishólmi um helgina. Þangað höfum við komið nokkrum sinnum og átt afskaplega góðar stundir, bæði með Söngfélaginu í ógleymanlegri ferð fyrir mörgum árum, með fjölskyldunni á ferð um landið og svo undanfarið í boði kærra vina sem þar eiga hús.

Í þetta skiptið ákváðum við að sigla út í Flatey, en þar höfðum við aldrei stigið í land fyrr, þó við höfum siglt þar hjá. Flatey er frábær. Í blíðuveðri nutum við siglingarinnar þangað en ekki síður verunnar í eynni sem er engum stað lík sem ég þekki. Dásamlegt. Tímalaust. Svo sannarlega öðruvísi.


Meira um Unglingalandsmót

Óli Palli var með óformlega skoðanakönnun á Rás 2 á þriðjudagsmorguninn. Hann spurði einfaldlega: ,,Hvar var mesta fjörið um verlsunarmannahelgina?" Það er skemmst frá því að segja að Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn sigraði örugglega í þessari vísindalegu könnun Wink

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði fer lofsamlegum orðum um mótið á heimasíðu sinni. Það gera auðvitað miklu fleiri en það er alltaf gott að fá hrós frá Hvergerðingum Whistling. Ég vona bara að Blómstrandi dagar verði fjölmennir og skemmtilegir um helgina og líst vel á hugmyndina um ,,lituð hverfi". Hún virkaði mjög vel hér um helgina... gestum fannst þeim tekið fagnandi og upplifðu sig mjög velkomna þar sem bæjarbúar lögðu sig svo fram um að skreyta bæinn. Gaman að þessu.


Góð hugvekja

Að bloggvini mínum og sóknarpresti, séra Baldri forspurðum vísa ég hér í áhugaverða pælingu hans frá því á sunnudaginn. Þessu hef ég lengi haldið fram.  Góð samskipti við fólk eru grundvöllur tilverunnar.


Stolt og glöð

Við Þorlákshafnarbúar erum í senn þreyttir og glaðir þessa dagana. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var hér um verslunarmannahelgina á vegum HSK tókst í alla staði frábærlega vel og héðan fóru gestir með bros á vör. Ekki ætla ég að fara nákvæmlega í alla þætti, þessa upplifun skilur enginn nema vera á staðnum. 10.000 manns á fullu í marga sólarhringa við leik og skemmtun án áfengis. Það er einstaktSmile

Veðrið lék við okkur allan tímann.  Rigningarúði var að vísu á laugardagskvöldið en það skaðaði engan enda himnesk blíða daginn eftir og ekki kom dropi úr lofti þá, jafnvel þó rigndi eldi og brennisteini allt í kringum okkur.

Aðstaðan var frábær. Á elleftu stundu tókst að ljúka við íþróttamannvirkin sem hafa verið í byggingu hér í nokkra mánuði. Það var mál manna að sundlaugin, íþróttamiðstöðin og íþróttavöllurinn mynduðu heild sem telja má eina þá glæsilegustu á landinu...og þó víðar væri leitað. Golf, mótókross, knattspyrna og hestaíþróttir fóru líka fram á sérútbúnum svæðum sem voru til fyrirmyndar.  ,,Flottara en í Peking" sagði öldungurinn sem nýlega var kominn þaðan! Tjaldstæði voru búin til á gömlu flugbrautinni ,,úti í Nesi" og voru þau betri en nokkur þorði að vona. Einhver smávægileg vandkvæði komu upp varðandi salerni og rafmagn ...en kannski ekkert skrýtið þegar þessi mannfjöldi safnast saman á svæði sem aldrei hefur verið hugsað fyrir mannamót!

Afþreyingin var fjölbreytt og vel sótt. Menningarnefnd stóð fyrir Hafnardagadagskrá enda voru Hafnardagar felldir inn í dagskrá Unglingalandsmóts. Dorgveiðikeppni, listasmiðja, smíðavöllur, varðeldur, myndlistarsýning, ljóðagerð og sitthvað fleira gátu þeir sótt sem ekki voru í hefðbundnum íþróttakeppnum. Einnig var á vegum landsmótsins starfræktur Fjörkálfaklúbbur og Sprelligosaklúbbur fyrir þá sem ekki höfðu náð tilskildum aldri til að keppa á mótinu.  Á kvöldvökum léku tónlistarmenn og hljómsveitir bæði úr heimabyggð og lengra að komnir í risatjaldi og við varðeld.  Ég held að ekki sé á neinn hallað þó Ingó og Veðurguðirnir séu sérstaklega nefndir til sögunnar, enda með ólíkindum hvað þeir náðu upp magnaðri stemningu, bæði meðal unglinganna go foreldranna! Ingó er flottur Wink.

Íþróttakepnnin gekk í alla staði mjög vel. Skipulag og framkvæmd gengu upp í öllum greinum og keppendur sýndu prúðmannlega framgöngu og hinn sanna ungmennafélagsanda! Við Þorlákshafnarbúar áttum sigurvegara í nokkrum greinum og það er auðvitað alltaf skemmtilegt!

Sem sagt vel heppnað unglingalandsmót og ástæða til að þakka öllum sem að því komu. Ég var á unglingalandsmóti á Höfn í fyrra með fjölskylduna, hér heima þetta árið og það er ekki spurning hvað við gerum um næstu verlsunarmannahelgi. Við verðum á Grundarfirði á Unglingalandmóti UMFÍ. Það erum við öll sammála um.


Sönglist

Ég er efins um að Auður Magnea eigi eftir að ná lengra á tónlistarbrautinni. Að vera bakraddasöngkona hjá Árna Johnsen er toppurinn, ekki satt?

Sungið með Johnsen


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband